Enn hækkar verð á hráolíu

Olíuborpallur Statoil á Sleipnissvæðinu í Norðursjó.
Olíuborpallur Statoil á Sleipnissvæðinu í Norðursjó. mbl.is/statoil

Verð á hráolíu fór í 90,07 dali tunnan í viðskiptum á hráolíumarkaði í New York í morgun og er þetta hæsta verð sem fengist hefur fyrir hráolíu. Fyrra metið var slegið í gær er 90,02 dalir fengust fyrir tunnuna í gærkvöldi.

Helstu skýringar á hækkun olíuverðs eru áhyggjur af birgðastöðu, vaxandi spenna í samskiptum Tyrkja og Íraka.

Í Lundúnum voru viðskipti með Brent Norðursjávarolíu á 84,60 dali tunnan en í gær fór Brent-olían í 84,88 dali tunnan á olíumarkaði í Lundúnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK