Óttast verðfall á hlutabréfum í Evrópu á morgun

Í kauphöllinni í Frankfurt.
Í kauphöllinni í Frankfurt. Reuters

Óttast er að hlutabréf muni falla mikið í verði á mörkuðum í Evrópu í fyrramálið í kjölfar mikillar lækkunar á Wall Street á föstudaginn. Dow Jones-vísitalan lækkaði um 367 stig á föstudaginn, en þá voru 20 ár liðin frá verðbréfamarkaðshruni sem nefnt hefur verið Svarti mánudagurinn, en þá féll Dow um 23%, sem nú myndi þýða 3.000 stiga fall.

Frá þessu greinir fréttavefurBBC.

Lækkunin á Wall Street á föstudaginn varð eftir að mörkuðum í Evrópu hafði verið lokað, þannig að viðbragða í Evrópu er ekki að vænta fyrr en við opnun í fyrramálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK