Umhugsunarefni hvort grundvöllur hagstjórnar sé réttur

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson. mbl.is/ÞÖK

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, sagði á aðalfundi LÍÚ í dag, að Íslendingar glími nú við verðbólgu, sem stafi einkanlega af hækkun húsnæðisverðs og komi því beint í bak útflutningsgreinanna, veikir stöðu þeirra og stuðli m.a. að því að störfum hafi fækkað á því sviði.

„Þetta er að mínu mati mjög mikið umhugsunarefni og við hljótum að velta því alvarlega fyrir okkur hvort þeir mælikvarðar sem lagðir eru til grundvallar okkar hagstjórn séu að öllu leyti réttir. Athyglisvert er líka að skoða þær forsendur sem Samtök atvinnulífsins hafa sett fram um þróun ýmissa hagstærða hér innanlands og ekki verður betur séð en að stangist mjög á við þær forsendur sem unnið er eftir á öðrum sviðum," sagði Einar.

Hann fjallaði einnig um afleiðingar aflasamdráttarins og sagði að þær hefðu aðeins að sumu leyti komið fram. „Mér er það ljóst að sjávarútvegurinn fer nú skjótar í ýmsar hagræðingaraðgerðir en ella hefði verið. Sumt af því sem menn hafa gert og munu gera hefði örugglega komið til framkvæmda fyrr en síðar. Einfaldlega vegna þess að rekstrarleg rök hníga að því. Minni tekjur nú gera það hins vegar að verkum að gengið er hraðar til verks. Það er því ljóst að framundan er enn meiri hagræðing innan sjávarútvegsins sem getur orðið sársaukafull en mun líka gera það að verkum að greinin verður öflugri þegar fram í sækir," sagði sjávarútvegsráðherra.

Ræða sjávarútvegsráðherra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK