Kaupþing breytir starfrækslugjaldmiðli í evrur

Stjórn Kaupþings áformar að breyta starfrækslugjaldmiðli bankans í evrur í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans þar sem 9 mánaða árshlutauppgjör er birt.

Þá mun stjórn bankans leggja til við hluthafafund að breyta hlutafé bankans í evrur og er jafnframt stefnt að því að gengi hluta í Kaupþingi verði skráð í evrum í stað íslenskra króna í Kauphöllinni.

Í tilkynningunni er m.a. vísað til þess, að með tilkomu hollenska bankans NIBC í reikninga Kaupþings muni meginhluti starfsemi bankans fara fram í evrum.

að stjórn Kaupþings mun óska eftir heimild frá hluthafafundi til að gefa út nýja hluti í bankanum og selja með forgangsrétti á fjórða ársfjórðungi. Sé tilgangurinn að styrkja eiginfjárgrunn bankans, meðal annars vegna kaupanna á hollenska NIBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK