Vöruskiptin í september óhagstæð um 9,9 milljarða

Í september voru fluttar út vörur fyrir 18,1 milljarð króna og inn fyrir 28 milljarða króna. Vöruskiptin í september, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 9,9 milljarða króna.

Fyrstu níu mánuðina 2007 voru fluttar út vörur fyrir 194,6 milljarða króna en inn fyrir 272,2 milljarða króna. Halli var á vöruskiptunum við útlönd sem nam 77,6 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um tæpa 111 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 33,4 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. Fyrstu níu mánuði ársins 2007 var verðmæti vöruútflutnings 14,9 milljörðum eða 8% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 47% alls útflutnings og var verðmæti þeirra tæplega 1% minna en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 43% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 28% meira en árið áður. Aukningu útflutnings má einna helst rekja til aukins álútflutnings en einnig varð aukning í útflutningi á kísiljárni. Á móti kom samdráttur í sölu á skipum og flugvélum og lyfjum og lækningatækjum.

Fyrstu níu mánuði ársins 2007 var verðmæti vöruinnflutnings 18,4 milljörðum eða 6% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mestur varð samdráttur í innflutningi á flugvélum og fjárfestingarvöru en á móti kom aukning í innflutningi á mat- og drykkjarvöru og annarri neysluvöru.

Vefsvæði Hagstofunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK