Stýrivextir Seðlabanka Íslands hækkaðir um 0,45%

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. Mbl.is/Brynjar Gauti

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,45% í 13,75%. En greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu almennt spáð því að vextir bankans yrðu óbreyttir. Klukkan 11 verður fréttamannafundur bankastjórnar. Þar verða færð rök fyrir vaxtaákvörðun og efni Peningamála bankans kynnt.

Er þetta fyrsta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í ár en þeir hafa verið óbreyttir frá því í lok síðasta árs, 13,3%. Alls voru vextirnir hækkaðir sjö sinnum á síðasta ári um samtals 3,3 prósentustig. Frá því í maí árið 2004 hafa vextirnir hins vegar verið hækkaðir nítján sinnum.

Einum vaxtaákvörðunardegi bætt inn

Næsta ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti verður tilkynnt fimmtudaginn 20. desember 2007. Þar með er einum vaxtaákvörðunardegi bætt við áður tilkynnta daga í ár. Það er gert til þess að ekki líði of langur tími fram að fyrsta ákvörðunardegi næsta árs. Dagsetningar vaxtaákvarðana 2008 verða birtar í Peningamálum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK