Olíuverð lækkar

Olíuverð á lækkaði talsvert í dag, verð á olítunnunni lækkaði í framtíðarsamningum um 3,28 Bandaríkjadali og er nú 94,42 dalir, verð hefur farið lækkandi frá því að verð á olíutunnu náði 99,24 dölum í síðustu viku, en lækkaði mest í dag. Helstu ástæður lækkunarinnar eru spár um að OPEC ríkin hyggist auka olíuframleiðslu og áhyggjur af efnahagsmálum í heiminum.

Margir spá því að ekki sé um langvarandi lækkun að ræða þar sem olíubirgðir eru í minna lagi og vetur á næsta leyti á norðurhveli. Þrátt fyrir að hátt verð dragi úr eftirspurn og OPEC ríkin ákveði að auka framleiðslu sína er því talið óumflýjanlegt að olíuverð nái 100 dölum á tunnuna í náinni framtíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK