Baugur eignast 38-39% í FL - Hannes hættir sem forstjóri á næstunni

mbl.is/Sverrir

Stórir hluthafar í FL Group, með Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformann í fararbroddi, hafa tekið ákvörðun um að fram fari hlutafjáraukning í félaginu, sem verði á bilinu 60 til 70 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kemur aukningin nánast öll frá Baugi, sem mun renna stórum hluta af fasteignasafni sínu inn í FL Group. Þannig fer eignarhlutur Baugs í FL Group úr 17,7% í 38-39%, þannig að ekki myndast yfirtökuskylda hjá Baugi.

Meðeigendur Baugs í FL Group eru, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, flestir mjög ánægðir með að Baugur skuli ákveða að auka hlut sinn með ofangreindum hætti og að Jón Ásgeir Jóhannesson taki ótvíræða forystu í félaginu.

Flestir stórir hluthafar hafa afsalað sér rétti til þátttöku í hlutafjáraukningunni. Ekki er talið að Hannes Smárason hafi fjárhagslega burði til þátttöku í aukningunni og mun eignarhlutur hans því þynnast úr rúmum 20% í um 10% hlut.

Heimildir Morgunblaðsins herma að líklegt sé að Hannes Smárason muni hætta sem forstjóri FL Group á næstunni. Ekki liggi fyrir hver taki við af honum.

Eignarhlutur annarra hluthafa mun að sama skapi þynnast. Þannig minnkar eignarhlutur Gnúps, fjárfestingarfélags í eigu Kristins Björnssonar, Magnúsar Kristinssonar og Þórðar Más Jóhannessonar umtalsvert, sömuleiðis hlutur Materia Invest, sem er í eigu Þorsteins Jónssonar, Magnúsar Ármann og Kevin Stanford, eignarhlutur FS37 ehf. og Solomons ehf. Óljóst er hvort eignarhlutur Sunds minnkar.

Ákveðið hefur verið að gengi bréfa í hlutafjáraukningunni verði 19, sem er um 1,9 undir lokagengi FL Group í Kauphöllinni í gær, sem var 20,9, en það er tæplega 10% undir markaðsgengi.

Búist er við að eigendur FL kynni Landsbankanum og öðrum lánardrottnum sínum þessi áform nú um helgina. Jafnframt er ráðgert að óháðir matsaðilar meti þær eignir sem Baugur vill renna inn í FL Group, áður en endanlega verður gengið frá hversu mikil hlutafjáraukning verður í raun og veru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK