Hlutafé FL Group aukið um 64 milljarða

Hannes Smárason.
Hannes Smárason. mbl.is/Brynjar Gauti

Jón Sigurðsson, sem verið hefur aðstoðarforstjóri FL Group, hefur tekið við starfi forstjóra félagsins af Hannesi Smárasyni, sem lætur af
störfum.

Hannes verður áfram í hópi stærstu hluthafa FL Group og mun taka sæti í stjórn félagsins. Þá er stefnt að því að félag í eigu Hannesar kaupi 23% eignarhlut í Geysi Green Energy af FL Group. Eignarhlutur FL Group í Geysi eftir viðskiptin yrði því 20%.

Selt verður nýtt hlutafé í FL Group fyrir  Þá kemur fram í tilkynningu frá FL Group, að félagið muni fjárfesta í  fasteignafélögum fyrir 53,8 milljarða króna en allar eignirnar eru keyptar af Baugi Group. Félagið eykur hlut sinn í norræna fasteignafélaginu Landic Property úr 2,9% í 39,8%, kaupir 32,3% hlut í Fasteignafélagi Íslands, 49,7% hlut í Þyrpingu, 22,7% hlut í Eik fasteignafélagi og kaupir eignarhluti í alþjóðlegum fasteignasjóðum af Baugi Group.

Kaupin verða fjármögnuð að fullu með útgáfu nýs hlutafjár á genginu 14,7 en síðustu viðskipti með bréfin í Kauphöll Íslands á föstudag voru á genginu 19,25. Í tilkynningu FL Group segir, að í ljósi stærðar útgáfunnar og markaðsaðstæðna hafi það verið niðurstaða stjórnarinnar að útgáfa nýs hlutafjár færi fram á gengi undir markaðsgengi. Jafnframt hafi verið ákveðið að bjóða út nýtt hlutafé til fagfjárfesta og hluthafa á sama gengi.

Þá segir, að í kjölfar kaupanna stefni FL Group að því að selja ákveðinn hluta ofangreindra eigna til Landic Property. Að mestu sé um að ræða alþjóðlega fasteignasjóði og hafi viljayfirlýsing milli FL Group og Landic Property vegna þessa verið undirrituð. Heildarverðmæti þessara viðskipta er um 13,7 milljarðar króna.

Tilkynning FL Group til Kauphallar Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK