FL Group mun gefa sér betri tíma til að skoða fjárfestingar

Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson. mbl.is/Ómar

FL Group kynnti á fundi með fjárfestum í í morgun þær breytingar sem hafa orðið á hluthafahóp félagsins og fjármögnun þess. Í ½5 fréttum Greiningardeildar Kaupþings segir, að fram hafi komið í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns FL Group og Jóns Sigurðssonar, nýs forstjóra, að félagið muni héðan í frá gefa sér betri tíma til að skoða þær fjárfestingar sem bjóðast hverju sinni.

Þá gefi sterkara félag fjárhagslega stjórnendum jafnframt möguleika á að hlúa betur að núverandi fjárfestingum sínum ásamt því að ráðast í nýjar.

½5 fréttir hafa eftir Jóni Sigurðssyni, að hann teldi eðlilegt að miða við að félagið hefði hverju sinni a.m.k. 20 milljarða króna lausa í sjóðum. Forsvarsmenn félagsins reikni með að sjóðsstaðan verði um 35 milljarðar króna eftir breytingarnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK