Væntingar neytenda aukast

Íslenskir neytendur eru enn bjartsýnir.
Íslenskir neytendur eru enn bjartsýnir. mbl.is/Sverrir

Væntingar íslenskra neytenda jukust lítillega frá því í nóvember samkvæmt nýbirtum tölum frá Capacent Gallup. Væntingavísitalan er  117,6 stig sem er hækkun um 1,6 stig milli mánaða.

Fram kemur í ½5 fréttum Greiningardeildar Kaupþings, að íslenskir neytendur sé almennt bjartsýnir á stöðu mála, þá einkum ef litið sé til núverandi ástand. Hins vegar virðist neytendur ekki vera jafn bjartsýnir og þeir voru fyrir ári síðan þegar vísitalan stóð í 140 stigum. Enn fremur ríkir meiri svartsýni meðal neytenda þegar litið er til væntinga til framtíðarinnar.

Neytendur eru ólíklegri til að ráðast í stórkaup samkvæmt stórkaupavísitölu Gallups, en vístalan mælir ársfjórðungslega fyrirhuguð kaup á bifreiðum, húsnæði og utanlandsferðum. Vísitalan fyrir fyrirhuguð stórkaup mælist nú 71,2 stig og lækkar um 2,4 stig frá síðustu mælingu.

Kaupþing segist gera ráð fyrir því að bjartsýniskast íslenskra neytenda sé á lokastigi samhliða því sem dragi úr neyslu landsmanna og að framundan sé kólnun í hagkerfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK