Nyhedsavisen leitar að nýjum fjárfestum

mbl.is/Brynjar Gauti

Dagsbrun Media, sem gefur út fríblaðið Nyhedavisen  í Danmörku, leitar nú að fjárfestum sem vilja koma að rekstri blaðsins. Viðskiptavefur Berlingske  Tidende hefur eftir Lars Lindstrøm, fjármálastjóra Dagsbrun Media, að Baugur Group, aðaleigandi félagsins, hafi alla tíð sagt að til standi að fá utanaðkomandi fjármagn inn í reksturinn.

„Menn ætla sér ekki að eiga Nyhedsavisen næstu 20 ár. Baugur einbeitir sér að smásölu og vill, að þeir sem hafa áhuga á fjölmiðlarekstri komi inn í reksturinn með fjármagn," segir  Lindstrøm.

Fram kemur að hann leiði viðræðurnar við hugsanlega fjárfesta og stýri Dagsbrun Media á meðan Gunnar Smári Egilsson, forstjóri félagsins, er í barnseignarleyfi.

Dagsbrun Media á félagið 365 Scandinavia Media sem gefur út  Nyhedsavisen. Baugur Group á 84% í Dagsbrun Media.

„Það er erfitt að fá fjárfesta til liðs við félagið í ljósi þeirra erfiðleika, sem hafa verið við dreifingu blaðsins og sem félagið hefur átt við að etja síðustu 18 mánuði. En útlitið er annað nú. Við erum með gott blað og fjölda lesenda og þess vegna hefur staða okkar í viðræðunum styrkst á síðustu þremur mánuðum," segir Lindstrøm.

Hann segir, að ekki standi til að reyna að selja blaðið og væntanlega verði Baugur áfram aðaleigandi félagsins. 

Sven Damm, forstjóri 365 Media Scandinavia, og Morten Nissen Nielsen, framkvæmdastjóri Nyhedsavisen, segja við  Berlingske Business, að þessi staða sé ekki ný. Þeir vildu ekki upplýsa hvaða fjárfesta væri verið að ræða við. 

Dagsbrun Media fékk upphaflega 406 milljónir danskra króna í rekstarfé sem átti að nægja til að reka Nyhedsavisen í þrjú ár.  Lars Lindstrøm vill ekki upplýsa hver fjárhagsleg staða blaðsins sé nú en segir að enn sé markmiðið að reksturinn komist í jafnvægi á þremur árum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK