Danir færast í átt til evru

Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu í Frankfurt.
Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu í Frankfurt. AP

Um helmingur Dana er reiðubúinn að kasta krónunni og taka upp evru, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar, sem Gallup hefur gert þar í landi og birtist í Berlingske Tidende  í dag. 42% voru andvíg því að ganga í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) og 8% voru óákveðin.

Þá bendir könnunin til þess, að meirihluti Dana sé hlynntur því, að falla frá ýmsum fyrirvörum, sem Danir hafa gert við samstarfið innan Evrópusambandsins varðandi varnarmál og lögreglusamstarf. Danska stjórnin hefur boðað þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu um þessi mál. 

Danir fengu umræddar undanþágur árið 1993 eftir að þeir höfnuðu nýjum sáttmála ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá felldu Danir tillögu um aðild að EMU árið 2000.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK