Gengisbundin lán heimila í sögulegu hámarki

Gengisbundin lán heimila námu 138 milljörðum króna í desember og eru í sögulegu hámarki, samkvæmt tölum frá Seðlabankanum. Fram kemur í ½5 fréttum Kaupþings, að hlutdeild erlendra skulda heimila hafi farið vaxandi á síðustu mánuðum og þau séu nú rúmlega 16% af heildarskuldum heimila.

Kaupþing segir, að slík lán beri gengisáhættu og séu í raun ein tegund vaxtarmunarviðskipta. Breytingar á gengi krónunnar hafi því áhrif á greiðslubyrði slíkra lána og þannig aukist greiðslubyrði heimila þegar krónan veikist og að sama skapi minnki greiðslubyrðin þegar krónan styrkist.

Skuldir heimila við bankakerfið jukust um 13,8 milljarða króna í desember og nema nú í heild 838 milljörðum samkvæmt tölum frá Seðlabankanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK