Í mál við verðbréfaþrjótinn

Jerome Kerviel.
Jerome Kerviel. Reuters

Franski bankinn Societe Generale hefur höfðað mál á hendur verðbréfamiðlaranum sem sakaður er um að hafa tapað tæplega fimm milljörðum evra úr sjóðum bankans með vafasömum viðskiptum. Fréttaskýrendur segja framkvæmdastjóra bankans eiga á hættu að missa starfið.

Bankinn hefur ekki nafngreint miðlarann, en fjölmiðlar segja að um sé að ræða 31 árs Frakka, Jerome Kerviel.

Framkvæmdastjóri bankans, Daniel Bouton, segir miðlarann hafa verið einan að verki, en neitaði því að við stjórnendur bankans væri að sakast.

Fréttaskýrendur segja þó, að framtíð Boutons hjá bankanum sé óviss, eftir að í ljós kom að framferði Kerviels hafði farið gjörsamlega framhjá öllum eftirlitskerfum bankans. Þá sé ljóst, að vegna tapsins sé hætta á að bankinn verði yfirtekinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK