Vísitala lækkaði fyrri hluta janúar

Verð á fatnaði og skóm lækkaði um 5,1%
Verð á fatnaði og skóm lækkaði um 5,1% Árvakur/Golli

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í miðjum janúar lækkaði um 0,1% frá því í upphafi mánaðarins en hefur hækkað um 0,18% frá desember. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,05% frá því í janúarbyrjun en hefur lækkað um 0,16% frá desember.

Í janúar tók gildi breyting á tímasetningu söfnunar á verðupplýsingum fyrir vísitölu neysluverðs og á útreikningstíma vísitölunnar. Segir Hagstofan, að vísitalan sé héðan í frá reiknuð miðað við verðlag um miðjan hvern mánuð en var áður miðuð við verðlag tvo fyrstu virka daga hvers mánaðar.

Vetrarútsölur halda áfram og lækkaði verð á fötum og skóm um 5,1% frá  því í byrjun janúar (vísitöluáhrif -0,21%). Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 0,3% (-0,06%) frá mælingunni í janúarbyrjun vegna lækkunar á markaðsverði húsnæðis. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 1,3% (0,16%) frá því í upphafi mánaðarins.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,8% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,3%. Fastskattavísitala neysluverðs hefur hækkað um 7,7% síðastliðna tólf mánuði og fastskattavísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,8%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,5% sem jafngildir 6,2% verðbólgu á ári en 3,8% fyrir vísitöluna án húsnæðis.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK