Eignir FL Group á brunaútsölu ef ekki hefði verið gripið inn í

Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group. Árvakur/Ómar Óskarsson

Jón Ásgeir Jóhannesson,  stjórnarformaður Baugs og FL Group, segir að ef ekki hefði verið gripið inn í hjá FL Group í desember hefði verið hætta á selja hafi þurft eignir félagsins á brunaútsölu. Þetta kom fram í viðtali við Jón Ásgeir á Stöð 2 í hádeginu.

Vill skera rekstrarkostnað enn frekar niður hjá FL Group

Hann segir að ekki sé nóg að skera niður rekstrarkostnað FL um 3,5 milljarða á þessu ári líkt og forstjóri FL Group, Jón Sigurðsson, hefur boðað. Skera þurfi mun meira niður. Á síðasta ári var rekstrarkostnaður FL Group 6,5 milljarðar króna og að sögn Jóns Ásgeirs kom það verulega á óvart og það hafi verið hægt að gera mun betur.

Jón Ásgeir segir að það komi ekki á óvart þær óánægjuraddir sem heyrst hafi vegna 90 milljón króna starfsloka samnings Hannesar Smárasonar, fyrrverandi forstjóra FL Group, en starfslokasamningurinn hafi verið hluti af ráðningarsamningi og því hafi ekki verið hægt að breyta. Hann segir að Baugur hafi komið seint inn í FL Group sem leiðandi aðili eða í desember.

FL Group hafi verið búið að tapa miklu og því nauðsynlegt að grípa inn í, meðal annars með sölu eigna. Tap FL Group nam tæpum 70 milljörðum króna á síðasta ári og Dagsbrún tapaði 7 milljörðum árið á undan.

Tiltekt nauðsynleg

Segir Jón Ásgeir að engum sé greiði gerður með því að fegra bækur og að hjá Baugi hafi alltaf beitt Bónus-aðferðafræðinni, að hver króna skipti máli. Félagið hafi ávalt verið sérstaklega hart í að taka vel til og hreinsa það út sem ekki er að ganga upp. FL Group sé nú að koma þessum boðum til þeirra félaga sem það á stóran hlut í, meðal annars í Glitni.

Jón Ásgeir segist telja að sparisjóðirnir eigi mjög litla framtíð í núverandi umhvergi og segist viss um að þar verði breyting á og það mjög hratt.

Aðspurður um hvort Glitnir hafi áhuga á sparisjóðunum segir Jón Ásgeir að Glitnir sé að skoða hvernig hægt er að hagræða. Hann sagðist ekki útiloka, að Glitnir taki sparisjóði yfir og benti einnig á, að hægt sé að hagræða hjá fleirum, meðal annars sé eignarhald Landsbankans og Straums-Burðaráss að miklu leyti það sama og augljóst að hægt sé að hagræða þar.

Velta helstu eigna Baugs um 600 milljarðar króna

Starfandi stjórnarformaður Baugs sagði að ágætis hagnaður hafi verið á rekstri Baugs á síðasta ári en tölur verði kynntar síðar. Fram kom í viðtalinu að EBITDA hagnaður helstu eigna Baugs hafi numið 60 milljörðum króna á síðasta ári og veltan hafi numið um 600 milljörðum króna.

Jón Ásgeir segir að Baugur hafi tekið ákvörðun um að einbeita sér að stærri fyrirtækjum í eigu Baugs. Það þýði samt ekki að minni eignir verði seldar út úr samstæðunni. Jón Ásgeir að sögusagnir um að Baugur standi illa væru ekki réttar en hann staðfesti í viðtalinu að niðursveiflan á alþjóðamörkuðum hafi bitnað á Baugi þar sem eignir félagsins hafi minnkað að verðgildi vegna lækkunar á verði hlutabréfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK