Karsbøl: Skoðun mín óbreytt

Kaupþing banki
Kaupþing banki

David Karsbøl, aðalhagfræðingur Saxo Bank í Danmörku segist standa við þau ummæli sín að hann telji töluverðar líkur á að Kaupþing verði gjaldþrota í náinni framtíð. Hann segir hins vegar að gert hafi verið meira úr þeirri áherslu sem hann hafi lagt á Kaupþing í þessu sambandi en efni hafi staðið til.

Karsbøl, sagði í samtali við blaðamann mbl.is í dag, að hann hafi verið að ræða stöðu íslensku bankanna almennt og fyrirsjáanlega erfiðleika þeirra. Hann hafi þá verið spurður að því hvort hann teldi það eiga við um Kaupþing og hann hafi svarað því játandi. Þá sagðist hann standa við orð sín þrátt fyrir að hann telji að of mikið hafi verið gert úr þeim.

Karsbøl segist ekki hafa séð upplýsingar um stöðu Kaupþings sem Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, segir að komið hafi verið á framfæri við Saxo bank eftir að Karsbøl lét ummælin falla. Skoðun hans á málinu hafi því ekki breyst.  Skuldatryggingarálag sýni að markaðurinn óttist að íslensku bankarnir hafi skuldsett sig of mikið um leið og útlánavöxtur þeirra hafi verið of mikill.

Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður Kaupþings, sagði í samtali við mbl.is í gær að honum þættu ályktanir Karsbøl heldur stórtækar og í viðtali við DV sagðist hann telja mat hans heimskulegt og bera vott um vanþekkingu. Aðspurður um þessi ummæli sagðist Karsbøl hafa heyrt af þeim. Hann vilji hins vegar ekki tjá sig um þau þar sem hann telji málið þegar  hafa verið blásið allt of mikið upp.

Danska viðskiptablaðið Børsen fjallaði um tryggingarálag íslensku bankanna, sérstaklega Kaupþings, í gær og hafði  þar umrædd ummæli eftir Karsbøl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK