Kaupa í von um hagnað vegna fjármálaóstöðugleika

Heyrst hefur að ýmsir erlendir bankar og vogunarsjóðir kaupi skuldatryggingar á banka á Íslandi, Írlandi, Spáni og öðrum þeim löndum þar sem líkur þykja á efnahagslegum skelli í náinni framtíð í þeim tilgangi að hagnast á fjármálaóstöðugleika í þessum löndum. Þetta kemur fram í Morgunkorni Glitnis.

„Aðrir hafa slegist í hópinn vegna hækkunarleitni á þessum skuldatryggingum, burtséð frá skoðun viðkomandi á horfum í framangreindum löndum. Á Írlandi og Spáni tengjast svartsýnisspár áhyggjum af húsnæðisbólu sem geisað hefur í þessum löndum en virðist nú hjaðna hratt.

Varðandi Ísland virðist hins vegar enn vera komin á kreik sú skoðun að framundan sé hörð lending hagkerfisins og djúp efnahagslægð. Fáar vísbendingar eru hins vegar um að það verði uppi á teningnum, enda stoðir efnahagslífsins sterkar og sveigjanleiki hagkerfisins mikill, auk þess sem skuldastaða ríkissjóðs er afar góð og bankarnir vel staddir hvað lausafé varðar og fleiri þætti.

Sé þessi raunin má búast við að ýmsa þeirra sem keypt hafa skuldatryggingar í þessum tilgangi þrjóti örendið og í kjölfarið ætti skuldatryggingaálag á íslenska ríkið og bankana að færast nær því sem gengur og gerist á meginlandi Evrópu," samkvæmt Morgunkorni Glitnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK