Heimilin skulda 867 milljarða í bankakerfinu

Skuldir heimila jukust um 3,5% milli mánaða samkvæmt tölum um útlán innlánsstofnana frá Seðlabanka Íslands. Það jafngildir því að skuldir heimila hafi aukist um rúmlega 29 milljarða króna milli mánaða sem er ríflega tvöföld sú aukning sem varð í síðasta mánuði. Heildarskuldir heimila við bankakerfi standa því nú í 867 milljörðum króna.

Hlutdeild erlendra lána heldur áfram að vaxa og stendur nú í rúmlega 18% af heildarskuldum heimila, að því er segir í Hálf fimm fréttum greiningardeildar Kaupþings.

„Gengisbundin lán bera gengisáhættu og stækkar höfuðstóllinn því við veikingu krónunnar. Því hefur hin mikla aukning síðasta mánaðar að einhverju leyti átt rætur sínar að rekja til þess að krónan veiktist um 3,5% milli mánaða. Samhliða því sem hlutdeild erlendra skulda fer hækkandi dregur úr hlutdeild verðtryggðra lána sem í dag nema rétt um 68%," að því er fram kemur í Hálf fimm fréttum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK