Glitnir lokar í Kaupmannahöfn

Glitnir lokar í Kaupmannahöfn.
Glitnir lokar í Kaupmannahöfn.

Glitnir hefur ákveðið að loka skrifstofu sinni í Kaupmannahöfn. Með þessu mun bankinn flytja stærstan hluta núverandi starfsemi sinnar í Danmörku til London og í höfuðstöðvar bankans á Íslandi.

Breytingin er samkvæmt tilkynningu frá bankanum liður í því að skerpa áherslur bankans í Evrópu og ná fram  aukinni  kostnaðarsamlegð og hagræði í starfsemi bankans. Skrifstofa Glitnis í London leiðir starfsemi bankans í Bretlandi og á meginlandi Evrópu.

Á skrifstofu bankans í Danmörku starfa um 17 manns en starfsemin snýr að mestu að alþjóðlegum umsvifum bankans. Sú starfsemi flyst nú til London og Íslands og mun bankinn þjóna dönskum viðskiptavinum sínum þaðan.

Í núverandi markaðsástandi leggur bankinn áherslu á þá meginstefnu að byggja frekar upp bankastarfsemi sína í Noregi og að bjóða upp á tengda fjármálaþjónustu á Norðurlöndunum.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK