Kristinn Þór Geirsson nýr forstjóri B&L

Kristinn Þór Geirsson
Kristinn Þór Geirsson mbl.is/Árni Sæberg

Þann 10.mars næstkomandi verða forstjóraskipti hjá bifreiðaumboðinu B&L. Erna Gísladóttir sem verið hefur forstjóri hverfur til annarra starfa en Kristinn Þór Geirsson tekur við forstjórastöðunni hjá félaginu.

Kristinn Þór Geirsson hefur undanfarið starfað sem stjórnarformaður B&L jafnhliða stjórnarformennsku í eignarhaldsfélaginu Sævarhöfða, en félagið á og rekur nokkur félög, þar á meðal bifreiðaumboðið Ingvar Helgason.

Erna Gísladóttir, segir í fréttatilkynningu: „Ég kveð fyrirtækið í fullri sátt en jafnframt með söknuði. Við höfum notið mikillar velgengni og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka bæði starfsmönnum og öllum viðskiptavinum B&L fyrir samskiptin á liðnum árum. Ég hef fulla trú á fyrirætlunum nýrra eigenda og hlakka til að sjá fyrirtækið vaxa og dafna, þó að ég kjósi að nota þessi tímamót og hverfi til annarra verkefna."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK