Miklar sveiflur í kauphöllinni

Ásdís Ásgeirsdóttir

Miklar sveiflur hafa einkennt Úrvalsvísitöluna eftir hádegið í dag. Rétt fyrir klukkan 15 hafði vísitalan lækkað um 6,2% en skyndilega dró verulega úr lækkuninni og er hún nú 3,21%.

FL Group hefur lækkað um 8,56%, SPRON 8,88%, Exista 5,84%, Teymi 5,83% og Kaupþing 4,2% en alls nema viðskipti með bankann 3,9 milljörðum króna. Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands í dag nema 8,8 milljörðum króna en voru 6,7 milljarðar upp úr klukkan 14 í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK