Bretar taka út af reikningum

Breskir sparifjáreigendur taka fjármagn sitt út af Icesave reikningum Landsbankans.
Breskir sparifjáreigendur taka fjármagn sitt út af Icesave reikningum Landsbankans. mbl.is/Golli

Breska blaðið Sunday Times segir, að breskir sparifjáreigendur taki nú innistæður sínar út úr reikningum íslenskra banka af ótta við að íslenska bankakerfið kunni að hrynja.

Segir blaðið að breskir sparifjáreigendur hafi síðustu daga í stórum stíl flutt fé af Icesave reikningum, sem Landsbankinn býður í Bretlandi, og Kaupthing Edge reikningum, sem Kaupþing býður, inn á reikninga breskra banka.

Sparireikningar íslensku bankanna í Bretlandi hafa notið töluverðra vinsælda enda er þar boðin góð ávöxtun. Eru innlánsvextirnir 6,76% á Icesave reikningum og 6,86% á Edge.

Frétt Sunday Times

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK