Kaupþing vísar orðrómi á bug

mbl.is

Kaupþing vísar á bug þeim orðrómi að bankinn hafi vísvitandi reynt að stuðla að veikingu íslensku krónunnar í viðskiptum sínum á gjaldeyrismarkaði. Bankinn sendi frá sér yfirlýsingu þessu efnis undir kvöld. 

„Kaupþing hefur margoft gefið upp í tengslum við birtingu uppgjöra að gjaldeyristengdar eignir eru umfram gjaldeyristengdar skuldir til þess að verja eiginfjárhlutfall bankans fyrir veikingu íslensku krónunnar. Einnig er send skýrsla daglega til Seðlabanka Íslands sem sýnir gjaldeyrisviðskipti bankans við viðskiptavini sína. Með þessu móti ríkir fullt gegnsæi á gjaldeyrisviðskiptum Kaupþings með íslensku krónuna. Kaupþing vísar algerlega á bug orðrómi þess efnis að bankinn hafi vísvitandi reynt að stuðla að veikingu krónunnar í viðskiptum sínum á gjaldeyrismarkaði.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK