Leiðrétting birt í Sunday Times

Kaupþing banki
Kaupþing banki

Breska blaðið Sunday Times birtir í dag leiðréttingu á frétt sinni frá því fyrir viku síðan þar sem fram kom að breskir sparifjáreigendur væru að taka út af innlánsreikningum Kaupþings og Landsbankans í stórum stíl. Kemur fram í leiðréttingunni að það sé ekki rétt enda hafi vikan á undan verið sú besta hjá Kaupþing í Bretlandi til þessa.

Sagði blaðið að Bretar hefðu í stórum stíl flutt peninga af Icesave reikningi Landsbankans og Kaupthing Edge reikningnum og þaðan yfir á reikninga breskra banka eftir að Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti þann 25. mars sl.

 Í Sunday Times í dag kemur fram að síðasta vikan í mars hafi verið sú besta í sögu Kaupthing Edge frá stofnun og leiðrétti blaðið fréttina með ánægju.

Á föstudag leiðrétti breska dagblaðið Daily Mail sömu frétt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK