Brýnt að bæta aðgengi banka að erlendu lánsfé á viðunandi kjörum

Fjármálaráðuneytið segir í endurskoðaðri þjóðhagsspá, sem birt var í dag, að brýnt sé að Seðlabankinn, hið opinbera og bankarnir sjálfir stígi nauðsynleg skref til að tryggja að kostnaður við fjármögnun erlendis frá endurspegli betur stöðu íslenskra fjármálafyrirækja og hagkerfisins í heild. Það ætti að bæta aðgengi innlendra banka að erlendu lánsfé á viðunandi kjörum.

Ráðuneytið segir, að neikvæð og oft óraunsæ umræða á erlendum vettvangi um stöðu íslenskra banka hafi lagst á sveif með almennri áhættufælni á alþjóðlegum mörkuðum og þannig magnað upp versnandi aðgengi bankanna að lánsfé í erlendri mynt. Af þeim sökum er brýnt að tryggja að kostnaður við fjármögnun erlendis frá endurspegli betur stöðu íslenskra fjármálafyrirækja og hagkerfisins í heild.

Þá gæti frekari aukning á gjaldeyrisforða Seðlabankans einnig verið skref til að styrkja undirstöður fjármálastöðugleika. Slíkt gæti jafnframt auðveldað fjárfestum aðgengi að vaxtamun milli Íslands og lágvaxtaríkja sem hefði þá áhrif til að styrkja gengi íslensku krónunnar og styðja þannig við stöðugri horfur í verðlagsmálum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK