Ný, auðug olíulind

Fundist hefur nýtt auðugt olíusvæði úti fyrir ströndum Brasílíu, svo auðugt að uppgötvunin er talin vera sú mikilvægasta í 30 ár. Talið er að af svæðinu, sem hefur verið nefnd Carioca, megi vinna um 33 milljarða tunna af olíu sem mun vera nóg til þess að sjá bandarískum olíuhreinsistöðvum fyrir svartagulli í sex ár.

Carioca er þannig um fimm sinnum stærri en Tupi-lindin sem uppgötvaðist nýlega úti fyrir ströndum Brasilíu.

Ekki er þó allt kálið sopið því talið er að mjög dýrt verði að vinna olíu af svæðinu þar sem dýpi er mikið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK