Reite fékk hálfan milljarð

Norðmaðurinn Frank O. Reite, sem var einn af framkvæmdastjórum Glitnis, fékk 34 milljónir norskra króna, jafnvirði 508 milljóna íslenskra króna, þegar hann hætti störfum sl. haust. „Ég er því sammála að þetta eru hræðilega miklir peningar," segir Reite við vefinn e24.no.

Reite keypti hlut í Glitnir Property Holding þegar hann hætti í framkvæmdastjórn Glitnis og er þar stjórnarformaður. 

E24 segir, að Reite hafi unnið fyrir Íslendinga í þrjú ár og þegar hann hætti fékk hann launauppbót fyrir árið 2006, laun út árið 2007 og greiðslur vegna kaupréttarsamninga, sem hann gerði þegar hann hóf störf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK