Samkeppnisstaðan um hæft starfsfólk í meðallagi

Samkeppnisstaða Íslands um hæft starfsfólk er í meðallagi þegar litið er til kaupmáttar launa eftir skatta. Þetta er meðal niðurstaðna í nýju riti Samtaka atvinnulífsins um alþjóðavæðingu vinnumarkaðarins, sem birt var í gær í tengslum við aðalfund samtakanna.

Fram kemur í ritinu að Ísland standi vel að vígi í alþjóðlegum samanburði hvað varðar laun og skatta en hátt verðlag og smæð landsins séu ekki aðlaðandi. Það geri að verkum að þegar á heildina sé litið sé samkeppnisstaða Íslands um hæft starfsfólk í meðallagi. Verðlag hafi verið hæst á Íslandi í OECD-ríkjunum árið 2007, að meðaltali um 60% hærra og 44% hærra en á evrusvæðinu. Þá segir í ritinu að Ísland standi Norðurlöndunum í heild að baki við að takast á við áskoranir hnattvæðingarinnar.

Höfundar rits Samtaka atvinnulífsins segja að Íslendingum á vinnumarkaði muni fjölga tiltölulega hægt á næstu árum og áratugum. Stórir árgangar hverfi af vinnumarkaði vegna aldurs og nýir árgangar sem komi í staðinn séu tiltölulega fámennir. „Vinnuframlag erlends starfsfólks verður ein meginforsenda hagvaxtar. Áætla má að miðað við 3% árlegan hagvöxt að jafnaði muni a.m.k. 1.000 erlendir starfsmenn þurfa að flytjast til landsins árlega á tímabilinu 2015-2020 og allt að 1.500 árlega eftir það.“

Segir í ritinu að fyrirtæki út um allan heim séu stöðugt í baráttu um besta fólkið og til þessa hafi reynst erfitt að ráða hingað til lands starfsmenn frá ríkjum utan EES-svæðisins, til að mynda fólk með mikilvæga sérþekkingu frá Bandaríkjunum, Kanada, Kína, Indlandi og fleiri ríkjum. Einnig hafi reynst erfitt að fá maka og börn erlendra starfsmanna til landsins. „Úr þessu verður að bæta,“ segja höfundar rits Samtaka atvinnulífsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK