Lánshæfiseinkunn Glitnis lækkar

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poors hefur lækkað langtíma lánshæfieinkunn Glitnis úr A- BBB+ með neikvæðum horfum. Skammtímaeinkunn bankans er hins vegar óbreytt, A-2. Glitnir er eini bankinn á Íslandi sem metinn er af S&P.

Í tilkynningu frá S&P segir, að lækkun einkunnarinnar endurspegli aukinn þrýsting á íslenska hagkerfinu, sem gæti haft þau áhrif að virði innlends eignasafns Glitnis lækki. Þá sé vaxandi óvissa um hagnaðarmöguleika bankans vegna umróts á fjármálamarkaði og erfiðleika við að nálgast alþjóðlegt fjármagn. Það gæti jafnframt dregið úr möguleikum Glitnis til frekari vaxtar.

Matsfyrirtækið lækkaði í síðustu viku lánshæfisreinkunnir íslenska ríkisins, Íbúðalánasjóðs og Landsvirkjunar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK