Olíuverð í 117 dali

AP

Verð á hráolíu komst í 117 dali tunnan í viðskiptum í Asíu í nótt og er það rakið til yfirlýsinga OPEC-samtakanna um helgina um að ekki standi til að auka framleiðslu á olíu. Eldsneytisverð hækkaði hér á landi á föstudag, bensínverð um 1 krónu og verð á dísilolíu um þrjár krónur.

England og Japan fóru fram á það við OPEC að olíuframleiðslan yrði aukin en OPEC mat það svo, að ekki væri skortur á olíu eins og sakir standa. 

Lækkandi gengi Bandaríkjadals hefur einnig haft áhrif á olíuverðið.  


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK