Hekla Energy hálfnuð með fyrstu holuna í Bæjaralandi

Fyrsta borunarverkefni Heklu Energy, dótturfyrirtækis Jarðborana í Þýskalandi, er komið vel á veg, en boranir hófust í Mauerstetten í Bæjaralandi í janúar. Verkefnið er samstarf við Exorku, sem á framkvæmdarétt á svæðinu, en Geysir Green Energy, móðurfélag Jarðborana, á 66% hlut í Exorku. Verðmæti samningsins er um 1,5 milljarðar króna, en Exorka á fleiri vinnsluréttindi í Suður-Þýskalandi sem fyrirtækið hyggst nýta á næstu árum.

Á hverjum borunarstað er ætlunin að bora þrjár eða fjórar 4-5 kílómetra djúpar holur. Nú er búið að bora um 2,5 km niður í Mauerstetten. Það vakti athygli blaðamanns hve borsvæðið er hljóðlátt, en þar munar talsvert um að borinn fær rafmagn frá landsnetinu, en er ekki knúinn með dísilrafstöð eins og jafnan er gert á Íslandi.

Jarðfræðirannsóknir á svæðinu gefa til kynna að um lághitasvæði sé að ræða, þ.e. um 120-150 gráða heitt vatn. Hitinn verður nýttur til framleiðslu rafmagns með svonefndri Kalina-tækni, sem er t.a.m. notuð á Húsavík. Rafmagnsframleiðslan á hvert borsvæði er áætluð um 3-5 MW, sem verður háð bæði hitastiginu og því rennsli sem næst úr borholunum. Rafmagnið á síðan að selja inn á landsnet þeirra Þjóðverja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK