Olíuverð lækkar á ný

Verð á hráolíu hefur lækkað á mörkuðum í morgun en tveggja daga verkfall í skoskri olíuhreinsistöð lauk í morgun. Olíuverð komst í 119,93 tunnan markaði í New York í gær og var þá 80% hærra en fyrir réttu ári. Í morgun hefur verðið lækkað og var 117,82 dalir.

Brent Norðursjávarolía lækkaði um 1,15 dali tunnan í morgun og var 115, 59 dalir. Hæst komst verðið í 117,56 dali á föstudag.
 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK