Spá frekari hækkun stýrivaxta

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. Mbl.is/Brynjar Gauti

Seðlabanki Íslands hefur ekki aðra úrkosti en að hækka stýrivexti sína enn frekar þrátt fyrir að hafa hækkað stýrivexti í tvígang á árinu án þess að það hafi dugað til þess að verja krónuna falli. Þetta segir Eileen Zhang, sérfræðingur hjá Standard & Poor's í viðtali við Bloomberg fréttastofuna.

Zhang segir að peningamálastefnan hafi ekki ekki virkað sem skyldi en seðlabankinn hafi ekki haft marga aðra kosti í stöðunni. Ef verðbólga eykst enn frekar þá getur seðlabankinn ekki annað en hækkað vexti.  Þetta er erfitt starf hjá seðlabankanum, bætir Zhang við.

Í frétt Bloomberg er fjallað um óvænta stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands þann 10. apríl í 15,5% og að þeir séu þeir hæstu sem um getur á vesturlöndum. Næsti stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands verður kynnt þann 22. maí nk. Krónan hefur veikst um 26% gagnvart evru það sem af er ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK