Gríðarlegur hagnaður hjá StatoilHydro

Einn af borpöllum StatoilHydro undan strönd Noregs.
Einn af borpöllum StatoilHydro undan strönd Noregs. StatoilHydro

Norska olíufélagið StatoilHydro hagnaðist um 16 milljarða norskra króna, nærri 250 milljarða íslenskra króna, eftir skatta  á fyrsta ársfjórðungi. Er þetta mesti hagnaður norsks fyrirtækis sem um getur á einum ársfjórðungi. Hagnaðurinn er þó 700 milljónum norskra króna minni en sérfræðingar spáðu.

Hátt olíuverð og stöðug framleiðsla eru helstu ástæður þessarar afkomu en hagnaður félagsins var 9,9 milljarðar norskra króna á sama tímabili í fyrra en olíuverð var 40% hærra á fyrsta fjórðungi ársins en á sama tíma í fyrra. Framleiðslukostnaður hefur þó einnig aukist mikið milli ára, eða um 50%. Félagið segist ekki reikna með því að sá kostnaður aukist meira á árinu.  

Norska ríkið þarf ekki að kvarta því StatoilHydro greiddi 39,3 milljarða norskra króna í skatta  á tímabilinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK