Berum ekki kala til Íslands

Einhverjir þeirra sem áttu leið um Reykjavíkurflugvöll fyrir helgi ráku eflaust upp stór augu þegar þeir sáu einkaþotu merkta danska bankanum Saxo Bank standa þar. Eins og mörgum er í fersku minni lét aðalhagfræðingur bankans ýmis miður jákvæð orð falla um íslenska bankakerfið fyrr á þessu ári og uppskar fyrir vikið reiði margra. Því gæti það talist skjóta skökku við að sjá þotu bankans hér. Lars Seier Christensen, annar forstjóra bankans, segir þó heimsóknina til Íslands eiga sér eðlilegar skýringar.

„Við ferðumst reglulega um allan heim til þess að hitta viðskiptavini okkar og fjármálafyrirtæki. Ísland er áhugavert land fyrir Saxo Bank, við eigum viðskiptavini þar og það er ekkert undarlegt þótt við höfum verið þar. Tvö teymi voru á okkar vegum á Íslandi, annað átti fundi með stærri viðskiptavinum okkar en hitt, sem ég var í, átti fundi með yfirmönnum íslenskra fjármálafyrirtækja.

Ástæða þess að ég ákvað þennan tímapunkt fyrir Íslandsferð er sú að okkur var ljóst að neikvæð umræða hafði átt sér stað um Saxo Bank á Íslandi vegna skoðana sem fulltrúi bankans lét hafa eftir sér fyrir nokkrum mánuðum,“ segir Christensen og vísar þar með til áðurnefndra ummæla David Karsböl, aðalhagfræðings bankans sem m.a. líkti Íslandi við Simbabve og sagðist telja líkur á því að Kaupþing yrði gjaldþrota innan nokkurra mánaða.

„Ég vildi nota tækifærið og leggja áherslu á að Saxo Bank þjáist ekki af neinni sérstakri neikvæðni gagnvart Íslandi almennt og að bankanum er síður en svo uppsigað við Ísland. Ég held að á Íslandi telji margir dönsku bankana vera neikvæða í garð Íslands en við erum í raun ekki hluti af hinu hefðbundna danska bankakerfi. Okkar áherslur eru aðrar og aðeins lítill hluti viðskipta okkar fer fram í Danmörku. Við berum engan kala til Íslands heldur þvert á móti,"segir Christensen.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK