Moody's lækkar lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunn íslenskra ríkisskuldabréfa í Aa1 úr Aaa og hefur einnig lækkað   landseinkunn innlána í erlendri mynt í Aa1 úr Aaa.

Aðrar einkunnir Íslands eru staðfestar Aaa, þar á meðal landsmat fyrir skuldbindingar í erlendri mynt, landsmat fyrir bankainnstæður í íslenskum krónum og landsmat fyrir verðbréf í íslenskum krónum. Útlit allra einkunanna er stöðugt, að sögn Moody's. 

Fyrirtækið segir, að lækkun lánshæfiseinkunnarinnar endurspegli hugsanlega erfiðleika, sem íslenska ríkið gæti lent í við að útvega erlendan gjaldmiðil ef svo ólíklega færi að íslenska bankakerfið lenti í ófyrirséðum erfiðleikum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK