Gagnrýninn tónn í skýrslu Fitch um Ísland

mbl.is

Í gær gaf Fitch út sérrit um Ísland þar sem leitast er við að svara ýmsum spurningum um landið og bankana. Segir í Morgunkorni Glitnis að tónninn í skýrslunni sé gagnrýninn og telur Fitch að íslenskt hagkerfi sé viðkvæmt fyrir áhrifum alþjóðlegu lánsfjárkreppunnar vegna mikilla erlendra fjárfestinga og ójafnvægis í efnahagslífinu.

Þó tekur fyrirtækið það skýrt fram að ekki megi setja Ísland í hóp nýmarkaðsríkja þótt lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hafi verið lækkuð, enda séu lífsgæði hér á landi mikil, stjórnsýsla vönduð og gegnsæ og allar helstu stofnanir hagkerfisins sterkar, samkvæmt Morgunkorni Glitnis.


Fitch fjallar í skýrslunni um áhrif lántöku ríkissjóðs til styrktar gjaldeyrisforða Seðlabankans. „Virðist matsfyrirtækið jákvætt gagnvart slíkri aðgerð. Fitch-menn benda þannig á að þótt tekið væri lán upp á 5 - 10 ma. bandaríkjadala myndi það ekki hafa áhrif á hreina erlenda skuldastöðu ríkissjóðs fyrr en farið væri að nýta þetta fé til aðstoðar íslensku bönkunum. Því ætti slík lántaka ekki að hafa mikil áhrif á lánshæfi ríkissjóðs næsta kastið.

Fitch telur að jafnvel þótt skoðuð sé sviðsmynd þar sem frekari áföll myndu hellast yfir íslenska bankakerfið á þessu ári og hinu næsta muni bættur aðgangur Seðlabanka að lausafé í erlendum gjaldmiðlum auka líkur á að stjórnvöld geti staðið við bakið á bönkunum. Athygli vekur að matsfyrirtækið gefur sér til viðmiðunar stærðargráðu á hinu erlenda láni sem jafngildir allt að fjórföldun á hinum eiginlega gjaldeyrisforða Seðlabankans," að því er segir í Morgunkorni Glitnis þar sem gerð er grein fyrir skýrslu Fitch.

Skýrsla Fitch 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK