Gengi deCODE niður fyrir 1 dal á hlut

Íslensk erfðagreining
Íslensk erfðagreining

Síðustu viðskipti með hlutabréf deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar á Nasdaq voru á genginu 0,96 dalir á hlut. Hafa bréf félagsins lækkað um 5,88% það sem af er degi. Dow Jones vísitalan hefur hækkað um 0,19% en Nasdaq lækkað um 0,43% og Standard & Poor's um 0,09%.

Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa lækkað það sem af er degi. FTSE vísitalan í Lundúnum hefur lækkað um 0,33%, DAX í Frankfurt hefur lækkað um 0,68% og CAC í París um 0,54%. 

Alþjóða orkumálaráðið (The International Energy Agency) greindi frá því í dag að olíuframleiðsluríki fyrir utan OPEC ættu í erfiðleikum með að framleiða upp í pantanir en lækkaði um leið spá sína um eftirspurn eftir olíu vegna verðhækkana á olíu undanfarið. Hins vegar mætti búast við aukinni eftirspurn eftir olíu frá Kína vegna uppbyggingarstarfs í kjölfar jarðskjálftanna í síðasta mánuði.

Verð á hráolíu hækkaði fljótlega eftir að greint var frá þessu. Nam hækkunin á NYMEX markaðnum í New York 1,86 dölum á tunnuna og er 136,21 dalur tunnan. Síðastliðinn föstudag fór verð á hráolíu í 139,12 dali tunnan og hefur aldrei verið hærra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK