Forsætisráðherra: Gengi krónunnar of lágt

Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu í Frankfurt.
Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu í Frankfurt. AP

Forsætisráðherra, Geir H. Haarde, sagði á fjármálaráðstefnu í Lundúnum í morgun að veiking krónunnar nú sé of mikil miðað við aðstæður þrátt fyrir að viðbúið hafi verið að gengi hennar myndi lækka í kjölfar loka stórra framkvæmda en þeim hafi fylgt innflæði gjaldeyris inn í landið. 

Bankastjórn Seðlabanka Evrópu ekki með hugann á Íslandi

„Krónan er nú lægri heldur en jafnvægispunktur hennar ætti að vera," sagði Geir í framsögu á alþjóðlegu málþingi sem nú stendur yfir í Lundúnum. Segist Geir sannfærður um að stýrivextir muni lækka og viðskiptahallinn dragast saman. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins Guardian. 

Geir sagði að það að vera með eigin gjaldmiðil auki sveigjanleika sem ekki væri til staðar ef Ísland væri hluti af myntbandalagi. Til að mynda þegar kæmi að vaxtaákvörðun.  „Mín tilfinning er sú að þegar Seðlabanki Evrópu tekur ákvörðun í Frankfurt þá sé hugurinn ekki á Íslandi," sagði Geir ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK