Bensín keypt fram í tímann

Reuters

Olíufélög í Bandaríkjunum hafa tekið upp þá nýbreytni að gefa viðskiptavinum sínum kost á að kaupa bensín á verði dagsins í dag langt fram í tímann. Fólk fær þá bensínið á verði dagsins og kaupir margar fyllingar á bílinn í einu, sem eru svo sóttar á bensínstöðvar eftir þörfum. Í öðrum löndum er verið að kanna möguleika á að bjóða slíkt.

Misjafnt eftir löndum

Bæði Statoil og Shell í Noregi segja að þetta sé áhugaverð leið til að selja bensín á tilboðsverði.

Hér á landi virkar hugmyndin framandi á talsmenn olíufélaganna sem sjá séríslenska vankanta á hugmyndinni um slík tilboð. Ekki sé auðvelt að bjóða tilboð á verði dagsins í efnahagsástandi því sem hér ríki. Ekki aðeins sé þróun heimsmarkaðsverðs öll á sömu leið heldur bætist gengislækkanir íslensku krónunnar þar á ofan.

Trygging vegna áhættu

Már Sigurðsson yfirmaður olíudreifingar Skeljungs segir að heimsmarkaðsáhætta með gjaldeyrisáhættu í ofanálag sé akkillesarhæll sem geri að félögin hljóti að þurfa tryggingar á móti til að verja sig. „En við grípum allar hugmyndir fegins hendi. Hátt eldsneytisverð er allsstaðar vandamál og við viljum standa okkur vel sem söluaðilar nauðsynjavöru sem bensínið er.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK