Veruleg lækkun á olíuverði

Það er spurning hvort eldsneyti lækki nú vegna lækkunar á …
Það er spurning hvort eldsneyti lækki nú vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði Reuters

Verð á hráolíu lækkaði um rúma fimm dali tunnan á NYMEX markaðnum í New York í dag og hefur því lækkað um rúma níu dali á tveimur dögum. Verð á hráolíu til afhendingar í ágúst fór lægst í 135,14 dali tunnan en endaði í 136,04 dölum tunnan. Hefur það ekki verið lægra síðan 26. júní sl. Í gær lækkaði olíuverð um 3,92 dali tunnan. 

Verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í ágúst lækkaði einnig umtalsvert eða um 5,44 dali í Lundúnum í dag og er lokaverðið 136,43 dalir tunnan.

Sérfræðingar á olíumarkaði telja að lækkunin nú komi vegna mikillar sölu þar sem spákaupmenn séu að innleysa hagnað vegna hækkunar undanfarnar vikur. Eins hefur Bandaríkjadalur styrkst undanfarna tvo daga sem þýðir að verð á olíu hækkar ekki þar sem fjárfestar taka þá ekki stöðu á hrávörumarkaði gegn dalnum. Verð á hráolíu fór yfir 145 dali tunnan á fimmtudag í síðustu viku og er það hæsta lokaverð hráolíu hingað til. Hins vegar efast ýmsir um að lækkunin nú sé komin til að vera.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK