2,3% raunsamdráttur í kreditkortaveltu

mbl.is/ÞÖK

Töluverður samdráttur var í veltu greiðslukorta í nýliðnum júnímánuði samanborið við júní í fyrra. Að raunvirði dróst heildarvelta kreditkorta saman um 2,3% milli ára, en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2002 sem slíkur samdráttur verður, samkvæmt Hálf fimm fréttum greiningardeildar Kaupþings.

Heildarvelta debetkorta dróst einnig saman að raunverði á sama tíma, þó töluvert meira, eða um 20,6%. Samanlagt minnkaði því velta greiðslukortavelta í júní um 13,6% milli ára, en hún nam 62 milljörðum króna.

Samdrátturinn í kreditkortaveltu í júní þykir gefa sterklega til kynna hver þróunin verður á næstu mánuðum.  Greiðslukortavelta gefur jafnan góða vísbendingu um þróun einkaneyslu. Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir miklum samdrætti í einkaneyslu á þessu ári, eða magnbreytingu sem nemur 2,8%, auk enn frekari samdráttar árið 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK