Fjárfesting erlendis aldrei verið meiri

Bein fjárfesting Íslendinga erlendis hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári er fjárfestingin nam 873 milljörðum.

Samtals nam fjárfesting Íslendinga erlendis 1.732 milljörðum í lok árs 2007 og hefur sautjánfaldast síðan 2002 er erlend fjárfesting Íslendinga nam einungis 101 milljarði.

Aukin alþjóðavæðing

Tölurnar bera glöggt vitni um útrás og alþjóðavæðingu íslensks hagkerfis á síðustu árum. Af tölunum að dæma virðist svokölluð undirmálakrísa hafa haft óveruleg áhrif á erlenda fjárfestingu á seinasta ári. Fjárfesting í fjármálastarfsemi var fyrirferðarmest á seinasta ári og nam 477 milljörðum. Samtals eiga Íslendingar 588 milljarða í fjármálastofnunum erlendis.

Fjárfesting erlendra aðila á Íslandi hefur einnig aukist hröðum skrefum. Erlend fjárfesting á Íslandi nam 233 milljörðum á seinasta ári. Samtals nam erlend fjárfesting á Íslandi 744 milljörðum í lok árs 2007; af erlendri fjárfestingu er fjárfesting í eignarhaldsfélögum og stóriðju fyrirferðarmest. sjakobs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK