Olía heldur áfram að lækka

Frá hrávörumarkaðinum í New York.
Frá hrávörumarkaðinum í New York. Reuters

Verð á hráolíu á heimsmarkaði hefur lækkað áfram í dag. Verðið lækkaði um rúma 4 dali á markaði í New York og fór undir 125 dali tunnan í fyrsta skipti frá því í byrjun júní. Er ástæða verðlækkunarinnar einkum talin sú, að fjárfestar óttist að hátt verð og efnahagslægð í Bandaríkjunum muni draga verulega úr eftirspurn.

Hæst fór verðið í 147 dali fyrir hálfum mánuði en hefur lækkað jafnt og þétt síðan. Verð á bensíni og húshitunarolíu lækkaði einnig á markaði í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK