Sakaðir um markaðsmisnotkun

Olíuverð hefur hækkað mjög undanfarin misseri og vilja sumir kenna …
Olíuverð hefur hækkað mjög undanfarin misseri og vilja sumir kenna spákaupmönnum um. HO

Bandarísk eftirlitsyfirvöld hafa höfðað mál á hendur hollensku fjármálafyrirtæki, sem sérhæfir sig í olíuviðskiptum, og saka fyrirtækið og þrjá hátt setta starfsmenn þess um markaðsmisnotkun á olíumarkaði.

Um er að ræða fyrirtækið Optiver Holding og tvö dótturfélög þess, en Orku- og hrávörueftirlit Bandaríkjanna telur að spákaupmenn á vegum fyrirtækisins hafi haft óeðlileg áhrif á verðmyndun á olíumarkaði. Olíuverð hefur hækkað umtalsvert undanfarna mánuði og misseri og hefur eftirlitið af því áhyggjur að spákaupmennska hafi haft áhrif á hækkanirnar, að því er segir í frétt BBC.

Bastiaan van Kempen, forstjóri Optiver, dótturfélags Optiver Holding, er einn verjenda auk miðlaranna Christopher Dowson og Randal Meiier.

Er þeim gefið að sök að hafa reynt að hafa óeðlileg áhrif á markaði í marsmánuði 2007 og að fimm tilraunir af nítján hafi heppnast og skilað þeim einni milljón dala (andvirði um 80 milljóna króna) samtals.

Bandaríska þingið leitar nú leiða til að tryggja að spákaupmenn, sem versli með olíu í kauphöllinni í Lundúnum, lúti bandarískum reglum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK