Verðbólgan mælist nú 13,6%

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júlí  hækkaði um 0,94% frá fyrra mánuði. Greiningardeildir bankanna höfðu spáð hækkun á bilinu 0,5-1,1%.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,87%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 13,6% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 13,2%.  Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,2% sem jafngildir 13,6% verðbólgu á ári (13,5% fyrir vísitöluna án húsnæðis). 

Hagstofan reiknar út vísitöluna og segir að sumarútsölur séu í fullum gangi. Verð á fötum og skóm lækkaði um 11,6% (vísitöluáhrif -0,53%).  Á móti hækkaði verð á nýjum bílum um 5,3% (0,38%) en á bensíni og díselolíu um 2,0% (0,10%). Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 2,2% (0,27%) og verð á húsgögnum og heimilsbúnaði hækkaði um 6,4% (0,18%).

Kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði um 1,1% (0,19%). Þar af voru áhrif af hækkun markaðsverðs 0,11% en áhrif af hækkun raunvaxta voru 0,08%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK