Slitnaði upp úr tollaviðræðum

Sölubás í höfuðstöðvum WTO í Genf.
Sölubás í höfuðstöðvum WTO í Genf. Reuters

Slitnað hefur upp úr viðræðum innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um að greiða fyrir alþjóðaviðskiptum með landbúnaðarvörur með tollalækkunum og auka markaðsaðgang annarra vara, svo sem iðnaðarvara.

Ágreiningur hefur verið milli Bandaríkjanna og stuðningsríkja þeirra, og Indverja og Kínverja hins vegar um reglur sem eiga að vernda bændur í þróunarríkjum.  

Reynt var að ná samkomulagi á fundi fulltrúa sjö iðnríkja í Genf í dag en án árangurs og viðræðum, sem nú hafa staðið í 9 daga samfellt í Genf, því slitið.

Aðildarríki WTO samþykktu á ráðstefnu í Doha í Katar 2001 að hefja nýjar samningaviðræður um alþjóðaviðskipti. Takmarkið var að draga úr viðskiptahömlum og að fella fleiri svið viðskipta undir alþjóðlegar reglur. Markmiðið var að ljúka viðræðunum árið 2004 en það hefur ekki tekist enn þar sem grundvallarágreiningur er milli ríkra og fátækra þjóða um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK