Exista tapar 4,2 milljörðum króna

mbl.is

Fjármálafyrirtækið Exista tapaði um 38,4 milljónum evra sem jafngildir um 4,2 milljörðum íslenskra króna á öðrum ársfjórðungi. Tap fyrstu sex mánuði ársins er 82,2 milljónir evra  eða um 9 milljarðar íslenskra króna. Á fyrri hluta síðasta árs var 862,1 milljónar evra hagnaður af rekstrinum.

Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, segir í tilkynningu að í ljósi ríkjandi markaðsaðstæðna séu stjórnendur sáttir við niðurstöðu ársfjórðungsins og á umrótstímum á fjármálamörkuðum hafi verið lögð áhersla á að standa vörð um traustar undirstöður félagsins.

„Rekstur fyrirtækja okkar gengur vel og við höfum mikla trú á þeim til framtíðar, þótt verðmyndun á markaði sé veik um þessar mundir," segir Lýður.

Uppgjörið er birt í heild sinni hér 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK